Ég hata þegar fólk segir “talva”. Hvers konar kjaftæði er það eiginlega?!
Orðið “talva” er ekki til!
Lærið það, þið sem segið “talva”.
Það á að segja “tölva”.
Við höfum fjallað um þessar orðmyndir í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Er jafnrétt að nota orðið tölva og talva? Niðurstaðan í því svari er skýr og afdráttarlaus um það að nýyrðið sem um ræðir er „tölva“ og ekki „talva“.
Það virðist vaka fyrir spyrjanda að atriði eins og þetta geti breyst með tímanum. Víst er nokkuð til í því að tungumálið þróast og tekur breytingum í rás tímans. Sem dæmi má nefna að þotur voru í eina tíð kallaðar þrýstiloftsflugvélar og tölvurnar hétu einu sinni rafreiknar.
Okkur er hins vegar ekki kunnugt um neina þróun í þá átt að „talva“ sé að leysa orðmyndina „tölva“ af hólmi enda er sem fyrr segir engin ástæða til þess!
Þegar búa þurfti til íslenskt orð yfir enska heitið ‘computer’ varð orðið tölva fyrir valinu. Í desember árið 1964 eignaðist Háskóli Íslands fyrstu tölvu sína, IBM 1620. Orð þótti vanta yfir gripinn og er Sigurði Nordal prófessor eignað orðið tölva sem hann setti fram 1965. Áður höfðu menn notast eitthvað við orðið rafeindareiknir. Tölva er myndað eftir orðum eins og slöngva og völva. Rétt mynd er því tölva sem beygist svona:
et. ft.
nf. tölva tölvur
þf. tölvu tölvur
þgf. tölvu tölvum
ef. tölvu tölva
Benda má á greinina „Um orðið tölva“ eftir Baldur Jónsson í Sagnaþingi helguðu Jónasi Kristjánssyni. I: 33-44. Reykjavík 1994.
Í þessu svari felst að íslenska nýyrðið er tölva en ekki “talva”.
Orðið tölva er tiltölulega nýtt í málinu eða frá miðjum sjöunda áratugnum. Hugsunin á bak við orðasmíðina var að það beygðist:
nf. tölva
þf. tölvu
þgf. tölvu
ef. tölvu
á sama hátt og slöngva–slöngvu. Nú heyrist í vaxandi mæli nefnifallsmyndin talva og er þar um sams konar áhrif að ræða og í dæminu um valva–völvu. Þótt enn sé mælt með nefnifallsmyndinni tölva er myndin talva eðlileg þróun orðsins sem verður meðal annars fyrir áhrifum frá tala–tölu.
Orðið tölva er tiltölulega nýtt í málinu eða frá miðjum sjöunda áratugnum. Hugsunin á bak við orðasmíðina var að það beygðist:
nf. tölva
þf. tölvu
þgf. tölvu
ef. tölvu
á sama hátt og slöngva–slöngvu. Nú heyrist í vaxandi mæli nefnifallsmyndin talva og er þar um sams konar áhrif að ræða og í dæminu um valva–völvu. Þótt enn sé mælt með nefnifallsmyndinni tölva er myndin talva eðlileg þróun orðsins sem verður meðal annars fyrir áhrifum frá tala–tölu.