Tala látina sem þú vísar í er bara vegna skotsára eða sprenginga eða þeas. Raunfjöldi látinna er mun meiri.
Sama má segja um dauðsföll vegna viðskiptabannsins eða einræðisis Saddams Hussein.
Bandaríkjamenn eru bara enn eitt illmennið í völdum í írak.
Írak er lýðræðisríki sem áfram kýs að hafa bandamenn áfram þanga til þeir hafa almennilega tekið við vörnum landsins. Persónulega hef ég á tilfinningunni að meirihluti þeirra fari á þessu ári, eða allavega helmingur. Eru í því ferli að færa fleiri og fleiri stöðvar yfir á yfirráð Íraka en þá verður minnihlutinn sem er eftir í því hlutverki að leiðbeina enda vantar aðallega reynsluna í t.d. að skipuleggja leiðangra og aðrar stjórnunarákvarðanir. Írakar hafa nú þegar yfir 200 þúsund hermenn eða tugum þúsunda fleiri en þeir Bandarísku. Bandamenn hafa lofað því að fara um leið og stjórnvöld í Írak óski eftir því, ekkert bendir til þess að svo verði ekki.
Bandaríkjamenn hefðu átt að klára dæmið strax og þeir hófu fyrra persaflóastríðið.
Hvernig í helvítinu afsakar það að Saddam Hussein eigi bara að vera áfram við völd? Sagðir þú þetta kannski bara til þess að drulla yfir kanann? Eins og orðatiltækið segir, betra seint en aldrei. Saddam Hussein var einn af verstu einræðisherrum sögunnar og því miður eru ekki margir sem nenna að kynna sér það almennilega. T.d. hvernig fólk var sett lifandi í hakkvélar vegna trúarbragða eða þjóðernis.
Óháð því hvort Bush sé hálfviti eða Bandaríkjamenn séu egóistar. Frelsunin var Írökum í hag og mun á endanum gera það sama fyrir miðausturlönd almennt. Sum ríki hafa nú þegar ákveðið að breytt stefnum sínum til hins betra á meðan þrýstingur eykst á þau sem ekki vilja taka þátt (Íran t.d.). Al-Qaeda og aðrir hryðjuverkahópar hafa fengið að starfa frjálst í meirihluta miðausturlanda, með stuðningi ýmissa ríkja og einræðisherra. Slíkt er ekki sættanlegt enda ógn við öryggi vesturlanda.