Verð er 7.990 kr. og mánaðargjald er 790 kr.

Ég hélt fyrst að þetta væri valkostur, annað hvort 790 kr á mánuði (í t.d. 1 ár) eða 7.990 staðgreitt. En nei samkvæmt þessu er það greinilega bara afnotagjald. Nú hef ég alltaf verið “aðdáandi” stöðvar 2 enda hefur hún alltaf verið mest á skjánum á heimilinu frá æsku.

En áskriftargjaldið er nú helvíti hátt (þrátt fyrir auglýsingaaukninguna), svo er ætlast til þess að maður bætir við 790 kr ofan á þúsundkallana til þess að hafa aðgang að nýjustu tækninni.

Finnst það vera að ganga allt of langt, ætti að vera nóg að staðgreiða þessa mörgu þúsundkalla þanga til næsta tækni tekur við eftir ca. 2 ár (hef ekki hugmynd en ég efast um að maður fái að hafa þennan lykil í mörg ár).