Þið verðið að lesa og eignast sunnudagseintak Morgunblaðsins sem kom út í kvöld!
Þvílikt snilldar eintak og þar er að finna vægast sagt frábærar greinar sem eru mjög vel skrifaðar sem renna svo ljúft í gegnum huga lesandans því þær eru svo girnilega framfærðar í formi og myndum, ekki einhverjar greinar með svo ofboðslegum fagurfræðilegum fagurgala að manni ofbjóði.
Sunnudags-Mogginn hefur unnið sér inn þá heiðursnafnbót að vera eitt það best skrifaða, skemmtilegasta og án nokkurs efa það virtasta rit okkar Íslendinga. Sum ykkar eru mér kannski ekki alveg sammála en sá fjölbreitileiki greina sunnudagsblaðs Morgunblaðsins er óteljandi og getur maður ávalt fundið eitthvað lesefni þar sem á vel við mann og er hverjum einstaklingi sem fagur og frískandi lesning.
Morgunblaðinu hefur tekist að viðhafa undanfarna áratugi einstakt einkenni sem má lýsa sem einstakrar gæða og afburðar atvinnumennsku fréttamanna, greinarhöfunda og stjórnanda blaðsins.
En aftur á móti hefur Lesbók Morgunblaðsins vægast sagt ekki náð að vera eins spennandi sem lesefni og er það nokkur þversögn. Því hér árum áður eða þegar seinn heimstyrjöldinn reið yfir allan heiminn með þvíliku offari sá viss maður til þess að viðhalda ferskleika Lesbókarinnar með fjölbreittum og skemmtilegum greinum sem við finnum aðeins í sunnudagseintaki Mogganns í dag. Sá maður hét Árni Óli og á hrós skilið.
En hvað sem öllu líður þá hvet ég ykkur öll að vera vandlát á lesefni og hafnið öllu sorp-efni og þunnu-yldi!
Tata,
Lecte