Það hefur eitthvað verið í umræðum nýlega að tónlistamenn séu óánægðir með forrit eins og DC++, þar sem er hægt að deila ólöglegu efni á netinu. Auðvitað eru þeir óánægðir því þeir tapa á þessu. Allir eiga bara fullt af tónlist í tölvunni og tíma ekki að kaupa diska.
Ég fór að pæla í þessu um daginn. Ég á fullt af tónlist í tölvunni og hef verið að hlusta á það. En samt vantar alltaf eitthvað. Það er ekki það sama að eiga skrifaðan disk eins og að kaupa alvöru úti í búð með coveri og bæklingi inní. Þetta er eins og að kaupa ilmvatn í sultukrukku, jú það er sama lyktin af því en maður myndi ekki nota það eins. Ég er búin að eiga fullt af heilum diskum í tölvunni minni lengi og hlusta á það en svo enda ég alltaf á að kaupa þá. Mér finnst lögin sem ég downloada á netinu eiginlega vera prufur til að gá hvort mér finnst þetta flott. Auðvitað getur maður alveg hlustað alltaf á ólöglega tónlist af netinu en það er samt ekki eins gaman.
Núna er búið að setja vírusa á alla diska og banna “tabs” á netinu. Er þá ólöglegt að setja lög af disk sem maður kaupir inn í tölvu til að setja á mp3-spilarann sinn? Er ólöglegt að glamra lög eftir aðra á gítar? Þeir sem spila eftir tabs á netinu þurfa líklega að eiga lögin til að hlusta á þau.
Þá datt mér í hug hvort tónlistamenn eigi ekki eftir að græða á þessu á endanum. Eða er ég eina sem hugsa svona?