er þetta ekki bara nýr texti við lagið “Lög og Regla”? Ég er ekki viss, en ég svona hafði það á tilfinningunni þegar ég las DV textann.
Hvers vegna eru lög og regla
Til ad fela hitt og þetta.
Blóðug spor og handjárn smella
skýrslur segja hann var alltaf ad detta.
Þeir börðu hann í bílnum
með kylfum og hnúum
hædd’ann og svínvirtu með tungum hrjúfum
ekkert sást nema lítið mar
þetta var slys við vorum ekki þar.
Við heyrðum hann kalla biðja um vatn
Kvartaði líka um ad honum væri kallt
Seinna um nóttina blaðraði útí bláinn
Það var ekki fyrr en um morgunn
Að við sáum ad hann væri dáinn
Ekki benda á mig
segir varðstjórinn
Þetta kvöld var ég að æfa
lögreglukórinn.
Spyrjið þá sem voru á vakt
Ég ábyrgist að þeir munu segja satt.
Sannleikurinn alla leið:
Ekki benda á mig
hvíslar sá nafnlausi
og á lyklaborðið slær svo létt
þetta var jú sölufrétt
Ekki benda á mig
hrópar eigandinn
ég skipti mér aldrei af
þessa skipun ég aldrei gaf