Ég ætlaði í upphafi að setja þetta sem grein en ábyggilega eru adminarnir komnir með leið á þessu máli og hafna þessu ábyggilega. Þannig að ég ákvað að sóa ekki þessu í það þannig að þetta verður bara enn einn korkurinn sem lifir bara í einn dag enda nenna svo fáir að svara korkum sem enda á bls. 2 og 3 og framvegis. Áður en ég fer af stað með þessa miklu ræðu þá langaði mig að forvitnast hvað þurfa korkarnir að vera gamlir til að þeir endanlega eyðist?
En þá að aðalmálinu.
Eru allir þá búnir að jafna sig eftir DV hneykslið sem gerðist í gær sem næstum allir voru reiðir útaf eða er verið að safna kröftum til að dæla úr sér skapofsann? Alveg dæmigerðir Íslendingar.
Hvað ætli þurfi mörg svona mál til að blaðið verði endanlega stoppað fyrir fullt og allt?
Ég verð að játa að ég les DV stundum og ég finn enga vonda samvisku á mér eftir það. Það er margt áhugavert sem hægt er að lesa þar. Enda mjög oft sem maður getur fundið áhugavert lesefni þar. Ég meina var nokkuð rætt um það sem fór fram í öðrum blöðum? Ónei DV var eina blaðið sem náði mesta athygli ykkar í gær. Því getur enginn neitað. Það segir margt um ykkar smekk á hvað er mest lesið á heimilum ykkar núna ekki satt?
Ég fór að pæla ansi mikið útaf þessu máli sem gerðist í gær. Og ég áttaði á mér að ég vissi ekki nema svona 25% af þessari sögu um fatlaða manninn sem framdi ódæðið til að sleppa við sinn dóm. Hvað var ég að pæla að skipta mér af þessu þá?
Menn eru oft fljótir að dæma án þess að lesa alla söguna um málið. Og maðurinn sem er nýlátinn er farinn að skipta næstum öllum hugurum máli. Ekki þekki ég manninn sjálfan né piltana en mér finnst það afar ósmekklegt að við skulum vera að skipta okkur af þessu máli sem okkur kemur ekkert við. Er því ekki betra að bíða og sjá hvernir þessi saga endar og dæma svo. Við getum ekki fulltdæmt bók né bíómynd án þess að það sé fullskoðað ekki satt?
En auðvitað snýst þetta mál um blaðamennsku DV sem greinilega allir elska. Ég meina það vill enginn hér sjá svona ljóta blaðamennsku á DV. Það mætti halda að þjóðinn reki DV blaðið og vilji ráða hvað fer á forsíðunna. DV er rekið af 365 ljósvakamiðla og það er í hönd ritstjórana sem ráða því hvað þið eigið að lesa hvort sem okkur líkar það eða ekki.
Það er einsog við séum að skamma óþekkan krakka og reyna að siða það svo það verði stillt og þægt.
Málið er að DV bjó til sínar eigin siðareglur.
Þetta er einsog að setja sínar eigin leikreglur í fótboltaleik eða körfuboltaleik. En málið er að þessar siðareglur DV eru svo kvikyndislegar og það er mafíufíla af þessu öllu saman.
DV er löngu dáið en nýir eigendur blaðsins ákvöðu að halda nafninu DV. Ég las mjög oft DV þegar ég var yngri og mér fannst það þá besta blaðið á Íslandi. Þess vegna sárnar mér mjög hvað það er búið er að eyðileggja blaðið með svona fórdómafullri og ómannúðlegustu blaðamennsku sem þetta blað er búið að stefna í. Það er því búið að sverta DV sem eitt sinn var vinsælasta blaðið á Íslandi.
En getum við sætt við þetta endalaust? Það er rétt að þeir í DV ræða oft um sakamál sem hin blöðin þegja yfir en ræða um það síðar ef þess þarf. En telur DV sjálfan sig vera Guð almáttugan sem getur dæmt fólk.
Það er aðeins eitt sem mig langar helst að vita. Hefur glæpum fjölgað eða minnkað eftir að DV fór að byrta nöfninn á glæpamönnunum og handrukkurunum? Erum við meira vör við glæpamenn sem hafa látið ljós sitt skína í blaðinu. Hvað höfum við grætt á þessu öllu saman? Hvað er DV að reyna að sanna fyrir okkur eða reyna að fá okkur til að gera? Erum við betur örugg statt núna eftir að þessir glæpamenn eru núna birtir á blaði með nöfn þeirra og andlitsgreiningu DVs? Er Ísland virkilega að fara til fjandans? Af hverju þarf alltaf að vera svona neikvæðar umfjallanir í þessu blaði? Og hvað varð um Tígra og barnaDV skopteiknismásögurnar? Er kannski verið að segja mér að það sé búið að setja 18+ merki á blaðið sjálft?
Þess vegna spyr ég enn og aftur:
Hvað varð um gamla góða DV?