Það er ekki fullkomlega rétt að segja að Íslendingar séu 300.000, því það er ekki verið að tala um Íslendinga. Það er verið að tala um hve margir búa á landinu og það eru auðvitað nokkrir útlendingar í þeirri tölu.
Þú telst ekki vera frá landinu sem þú býrð í, en ef þú ert skráður íbúi landsins þá ættirðu að vera talinn með þegar talað er um íbúa landsins.
Það er hreinlega of mikið mál að ætla að telja nákvæmlega hversu margir eru frá hvaða landi heims, en það er auðveldara að ætla að reyna að telja hveru margir búa í hverju landi fyrir sig. Þá þarf bara að fylgjast með skrá þess lands, en ekki að hringja í hagstofu (eða hvað þetta er í útlöndum) hvers lands fyrir sig og spyrja til dæmis: “Eru einhverjir Íslendingar á skrá sem íbúar þessa lands? Ekki? Eða hvað, einn? Taaaakk”.
Þannig er víst bara talið í heiminum í dag.
Og já, þessi mannfjöldaklukka hefur verið lögð niður en hún var hér:
http://www.hagstofa.is/?pageID=1653Getur svo flakkað um síðuna í leit að upplýsingum…