Sælir verið þið, Mikael og Jónas.
Ég hef alltaf haldið því fram að DV væri sorprit, alveg síðan það var skipt um ritstjóra. Í dag sannaðist það. Þið tveir, Mikael Torfason og Jónas Kristjánsson, eruð búnir að fara langt yfir strikið. Þið eruð að vinna hræðilegt verk og standið ykkur með eindæmum illa í þessari ritstjórastöðu sem þið eruð svo heppnir að vera í.
Í morgun svipti maður á sextugsaldri sig lífi, sem ég og fleiri í minni fjölskyldu þekktum, eftir að það var birt mynd af honum á forsíðu DV og honum bendlað við að hafa misnotað kynferðislega unga pilta. Þessar ásakanir og fullyrðingar ykkar eru ekki einu sinni sannaðar og dómur er ekki einu sinni fallinn í málinu! Vel gert hjá ykkur að birta einhverja svona óstaðfesta þvælu á forsíðunni ykkar og gjörsamlega eyðileggja líf, greyið Gísla.
Hann var kærður fyrir að það voru getgátur og orðrómar um að hann væri að lokka unga pilta að sér. Þetta mál var ennþá í rannsókn þegar þið ákváðuð að binda alfarið enda á mannorð og líf þessa greyið manns. Gátuð þið ekki hugsað um hverjar yrðu afleiðingarnar af þessari forsíðu ykkar áður en þið senduð hana í prent? Þið eruð skynlausar, samviskulausar og tilfinningalausar lífverur sem eiga ekkert gott skilið.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þið komið með svona ábyrgðarlausar og heimskulegar forsíður. Það er eiginlega á hverjum einasta degi sem óstaðfestar sögusagnir og röklausar forsíður eru sendar í prent hjá ykkur. Hvernig væri að vinna svo kölluðu vinnu ykkar? Þið eigið aldrei eftir að geta beðist afsökunar á þessum atburði þar sem þið drápuð saklausan mann. Hér á Íslandi er maður saklaus uns sekt er sönnuð.
Það er tími til kominn að þið segið af ykkur og látið einhvern með viti ritstýra þessu blaði, sem er að verða komið á botninn í sorp blaðamennsku. Áður en þið komuð nálægt DV lék allt í lyndi. En núna er allt á hraðri leið (eða ætti ég að segja komið?) til helvítis.
Ég vinn í sjoppu og ég skal sjá til þess að þetta sorp verði ekki selt hjá mér og okkar keðju í framtíðinni, fyrr en þið segið af ykkur og þetta blað nær réttri stefnu.
Takk fyrir mig.
Kveðja,
Guðjón Jónsson
Gaui