ef hann var málaður á löggiltu verkstæði þá ætti að vera í lagi að bóna hann eftir einn til tvo daga. (semsagt ef að bíllinn var málaður í klefa). Ef að bíllinn var málaður utan klefa skaltu gefa honum að minnsta kosti viku áður en þú bónar hann.. Málningin þarf að anda svona stuttu eftir sprautun og þá getur lakkið orðið skýjað ef að þú bónar strax yfir það..
Svo maður gefi nú kannski faglegra og réttara svar en áður hafa komið hérna… þú þarft að bíða eftir að lakkið herðist almennilega, …sirka 2 - 3 vikur, fer eftir lakktegund. en þú mátt heldur ekki nota hvaða bón sem er á nýsprautaðan bíl! …kíktu upp í Gísla Jónsson og láttu þá ráðleggja þér…!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..