Jæja, þátttakan var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þrír tóku þátt og fóru leikar þannig að viddisma vann með 9 stig af 10 mögulegum. Næstur var Reichsmarschall með 8, og því næst HSD með 6.
1. Hver er yfirmaður alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar?
Muhamad El-Baradei
2. Hver réði yfir Englandi, Skotlandi og Írlandi árin 1653-8?
Oliver Cromwell
3. Hver er sætistala áls í lotukerfinu?
13
4. Hver er skrifstofustjóri Alþingis?
Helgi Bernódusson
5. Hvernig táknar maður töluna 9 með tvíundakerfinu (binary)?
1001
6. Hver er forseti Þýskalands?
Horst Köhler
7. Með hlutverk hvers fór Bernard Lee um árabil?
M, í James Bond kvikmyndunum á 7. og 8. áratugnum
8. Hvaða ár var fyrsta Lútherska kirkjan á Íslandi byggð?
1533/1537 - mínar heimildir (sögubók úr SAG-203) sögðu 1537, en aðrar heimildir sem mér var bent á, segja 1533. Ákvað að gefa bara stig fyrir bæði.
9. Hvaða ár varð Nellikubyltingin í Portúgal?
1974
10. Hver uppgötvaði nifteindina?
Sir James Chadwick
viddisma er þá sigurvegari, og er velkomið að gera nýja keppni.