Samkvaemt frett mbl.is tha virdist PATH a Íslandi vera búid ad redda malunum fyrir tha sem wantar brusa til ad blanda i um Verzlunarmannahelgina…

—————————————————————–Um verslunarmannahelgina mun PATH á Íslandi ásamt nokkrum íslenskum fyrirtækjum gefa ungmennum á leið á útihátíðir 20 þúsund sérmerktar hálfs lítra vatnsflöskur. Tilgangur þessarar herferðar er að minna ungt fólk á að það sé miklu betra að skemmta sér og lifa lífinu án fíkniefna.

Vatninu verður dreift á helstu útihátíðum og viðkomustöðum. Samhliða þessu verða gefin út *lol* póstkort þar sem ungt fólk er hvatt til að senda þau vinum sínum.

Að átakinu standa auk PATH, Samskip og Íslandsbanki sem eru aðalstyrktaraðilar samtakanna, en auk þess hafa eftirtalin fyrirtæki ákveðið að leggja verkefninu lið: ESSO, VÍS, Landssíminn, ÍSAL, Eurocard og ÍTR. Á flöskunum er einnig að finna merki Stígamóta og neyðarsímanúmer þeirra.

Hugmyndafræði PATH - evrópsk ungmenni án fíkniefna - er að sýna ungu fólki fram á að hægt sé að skemmta sér og lifa lífinu án fíkniefna.