Satt. En ég þarf nú samt að heyra þessar sögur. Ég hef heyrt, og þá bara frá fólki sem ég þekki (systur minni og kærustu), sögur um drauma þar sem látið fólk birtist þeim. Í annað skiptið var það því stelpan hafði ekki getað kvatt hana áður en hún dó og var með samviskubit (hafði dáið skyndilega) og síðan þá langaði hina stelpuna að sjá afa sinn þegar hún var 10 ára (sem dó þegar hún var 9 mánaða og þá birtist hann henni í draumi (steig uppúr gröfinni sinni) og fór að spjalla við hana. Þrátt fyrir að stelpan sé ótrúlega myrkfælin var hún ekkert hrædd þá. Síðan eftir stutt spjall þá kom kona uppúr leiði langömmu hennar og langafa, sem stelpan fann á sér að væri ekki langamma hennar. Þessi kona sagði afa stelpunnar að hann hefði ekki átt að koma þetta kvöld.
Ég túlkaði þetta þannig að í fyrra skiptið hafi konan sem dó tekið eftir samviskubitinu og snúið aftur í draumi til að kveðja (samviskubitið var horfið daginn eftir btw) og í seinna skiptið hafi afinn komið til að tala við stelpuna því hún vildi það svo mikið. Síðan í seinna skiptið hefur það líklega ekki verið fullkomlega leyfilegt, svona þarsem stelpan hafði í raun aldrei þekkt afann og svona, 10 ár liðin og þannig, og því hafi þessi kona komið og varað afann við.
En já, útaf þessum frásögnum (frá stelpum sem ég trúi ALVEG að séu ekki að ljúga og séu ekki ímyndunarveikar) þá trúi ég á líf eftir dauðann. Því ég hef sannanir, eða, eitthvað sem vegur upp á móti vísindum.