Það er alveg rétt, en það er hægt að einblýna á báða hluti.
Það er einnig dýrt að stofna hátækniiðnað, svo sem að leggja ljósleiðarastrengi og tengja landið við ummheimin.
En ég er sammála þér að það má fókusa mun meira á hátækni iðnað.
En ég hef lítið heyrt af þessum mótmælendum, vera að tala um það.
Einnig trúi ég ekki á mótmæli, sem fela í sér skemdir eða truflanir á starfsemi fyrirtækja (sér í lagi að 10-15 ára krökkum).
Ég tel bestu mótmælin felast í því að skaða sjálfan sig, frekar en aðra. Það geta allir skaðað aðra, en það þarf vilja til að skaða sjálfan sig til fyrir stærri málstað (ekki á allra færi).
Ég er ekkert á móti andstæðingum virkunarinnar og virði ég þá og þeirra skoðanir (og sammála mörgu í þeirra boðskap), en þegar að fólk ræðst inná vinnustað og byrjar með múgæsing, þá er ég ekki að finna það hjá mér.
Við munum nú öll eftir því þegar að erlendir mótmælendur komu hingað til lands og skemmtu vinnutæki uppá kárahnjúkum, spreyuðu ódæðisorðum á stjórnaráðið og styttu jón sigurssonar, köstuðu grænu skyri yfir gesti á Hótel Nordica osfr.
Þetta finnst mér ekki ýta undir málstað þeirra sem eru á móti kárahnjúkum.
Minnir mig örlítið á aðferðir feministafélagsins (setja rauða borða á karlstyttur osfr.)
Ef ég á að taka dæmi yfir góð mótmæli, þá er það t.d. þegar að akureyringar lyftu rauðum spjöldum til að mótmæla ofbeldi á akureyri, Gay Pride gangan, þegar það eru fleytt kerti á tjörninni gegn stríðinu í írak.
Svona mótmæli tel ég vera mun áhrifaríkari en múgæsingur.
Töku t.d. samkynhneigða sem dæmi, hvernig haldið þið að réttindi þeirra væru, ef þeir hefðu farið og spreyjar regnboga fánan utaná stjórnaráði, kastað tómötum í félagsmálaráðaneytið, ruðst inn á alþing og kallað ókvæðisorð.
Ég er ekki viss um að þau hefðu þá sömu réttindi og þeir hefðu í dag.
Ég er kannski svona mikill friðarsinni, ég veit ekki.
Ég er búin að skrifa alltof mikið og hef áhveðið að stoppa hér :)