hérna væri ekki sniðugt að eyða gömlun notendum, sem hafa ekki verið vikir í e-ð mikinn tíma? Svona þá eru fleiri möguleikar fyrir nýja hugara að notendanöfnum og e-ð þannig? klikkuð hugmynd eða?
En sjáðu til….segjum t.d. að skuggi85 hætti að nota huga í eitt ár og honum verði eitt og svo kemur annar notandi og notar sama nafn seinna og segist vera skuggi85 þá gæti það farið illa persónulega með skugga85.
En kannski er þetta heimskulegt hjá mér…það er nú varla neitt sem heitir orðspor á netinu eða hvað?
Er alveg fyllilega sammála þessu en á móti kemur líka að stundum skráir manneskja sig inn á huga.is og býr til eitthvað notandanafn, manneskjan missir áhuga á þessari síðu eftir viku og kemur aldrei hingað aftur. Notandanafnið verður hins vegar til um ókomna tíð og enginn annar getur notað það. Pirrandi.
Já shit maður, hefur komið svona 15 sinnum fyrir hjá mér að ég sé að leita að nýju notendanafni (?????) og svo er það tekið. (kaldhæðni)(hversu mikill nerd geturu verið)
Já en ef einhver myndi nú vilja það þá kemur það þér í sjálfu sér ekkert við því þú ert greinilega virkur notandi og því fáránlegt að eyða þér bara sísvona því annar aðili vill fá nafnið þitt.
nei, ef maður fer einhvert í nokkra mánuði þar sem maður kemst ekki á huga og kemur að huga þegar maður kemst loksins á hann. Maður er bara ha ? eyddur notandi
Já… Eða bara hreinsa algjörlega, kemur stór tilkynning á forsíðuna og maður þarf bara að skrá sig þar til að bjarga notandanafninu sínu, og eftir hálft ár, heilt ár, eða svo þá eyðist allt (nöfnin verða laus) eða allir sem hafa ekki skráð sig þarna.
e-ð er fullkomlega gild skammstöfun, hún væri varla notuð í orðabókinni ef svo væri ekki.
Síðan er íslenska með litlum, öll tungumálaheiti, eða bara það sem tengist þjóðerni og inniheldur sk, er með litlum; enska, íslenska, spænska, kínverska. Ísland og Íslendingur eru hins vegar með stórum. Ekki flókin regla.
Í prófílnum okkar er yfirlit um okkar síðustu tengingu. En þar getum við séð hvenær notandi var síðast tengdur.
Þar sem ég er admin sjálfur á öðru heimasíðu þá er þetta vandamál líka mitt. Það væri einfaldlega best að senda bara viðkomandi aðila sem hefur ekki látið sjá sig lengi á huga.is e-mail og athuga hvort hann sé örugglega hættur og segja honum/henni að notendanafnið verði eytt ef það ætlar ekki að nota það meir.
En svo hitti einmitt einhver hér á góðan punkt og nefndi: Hvað ef einhver færi svo að nota sama notendanafn sem einhver hér inni var best þekktur fyrir?
Ef ég hætti með mitt notendanafn sem er fvs og sé svo einhvern í framtíðinni hér með þetta notendanafn fvs þá gætu auðvitað sumir haldið að ég væri hérna ennþá inná.
Það er því ekki hægt að eyða notendanöfnum en það er til önnur lausn við þessu vandamáli og það er að láta loka fyrir þetta notendanafn með því að flokka það í “hidden names” í staðinn nema eigandinn vilji virkilega opna fyrir það aftur.
Þannnig er hægt að koma í veg fyrir að við sem erum enn virk sjáum gömlu notendanöfnin hér. Af því að þau eru einfaldlega falinn. Við munum því aðeins sjá notendanöfn sem eru enn virk hér. Hinir sem ekki hafa komið hingað lengi verða því að byðja adminarana að opna aftur fyrir notendanafnið sitt ef þeir ætla þá að koma aftur og loka það svo aftur ef það verður aftur lengi í burtu frá huga.is
Ég er auðvitað alveg sammála þér. Það er best bara að láta þetta í friði og láta þennnan kork droppa í bls 2 en það svar svo fáir korkunum sem lenda þar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..