Væri ekki mál að minnka aðeins við ljóðin alltaf á forsíðunni og greinar yfir höfuð. Fólk er kannski að senda inn greinar sem eru mjög merkilegar (ekki það að frumsamin ljóð séu það ekki), sem innihalda eitthvað sem sumir þurfa á að halda að finna, eða eitthvað sem skiptir einhverju máli, en finnur það ekki vegna þess að það sem fer á forsíðuna er farið af henni innan við 4 tíma!
Ég sendi sjálfur einhverja grein sem innihélt link inná síðu sem hafði að geyma forrit sem lagaði vírus (frá virtu fyrritæki) sem var að ganga þennan tíma. En greinin var horfin af skjánum áður en 4 tímar voru liðnir.
Mér finnst mega minnka aðeins greinarnar sem koma inná forsíðuna. Það mætti ætla að aðalnetstjórinn sæi um Ljóðadálkinn og setti það bara að gamni inná forsíðu.
Þetta er nöldr og má alveg fara inná þann dálk, mig langaði bara að benda á þennan stóra galla við þessa mjög fínu síðu.
ViceRoy