Okei, fyrirgefðu:)
Mér finnst þetta bara kjánalega umræða. Málið er að maður fær adrenalínspark þegar maður horfir á hryllingsmyndir, en þá er líkaminn að undirbúa mann undir að flýja frá þessum “hættulegu aðstæðum”, sem eru auðvitað ekkert hættulegar þar sem maður er bara í bíó;) Það fá margir kick útúr þessu og sækja þess vegna aftur í hryllingsmyndir, og svo geta þær auðvitað verið mjög skemmtilegar líka! Hryllingsmyndir snúast ekki bara um morð og pyntingar allan tímann heldur er líka söguþráður!
Og samkvæmt lífræði er manneskjan rándýr og við fáum greinilega e-ð útúr því að sjá aðra þjást, ekkert kynferðislegt, heldur bara réttlætingu á því að aðrir séu þjást en ekki við. T.d., eins og einhver minntist á hérna fyrir ofan var þetta sama í gangi hjá rómverjunum og því pakki.. Þeir héldu áfram að fara í colliseum til að horfa á alvöru fólk, fátæklinga og betlara, drepið! Svo komu alltaf þúsundir manns að horfa á annað fólk höfuðhöggið undir því yfirskini að það væri réttlæti, en í raun og veru höfðu þau bara gaman að þessu.
Hefur þú ekki tekið eftir því að oft er það þegar einhver meiðir sig í grínmyndum sem að við hlæjum? Sami hlutur! Við njótum þess að sjá aðra þjást, ekki sem persónur, heldur sem rándýr.
Þannig er nú pottinn búið drengur minn!