Já, ekki taka þessu of hátíðlega, þetta var bara tilraun til að segja eitthvað jákvætt og framandlegt um stærðfræðina í stað þess að hlusta á tilhæfulausa röflið um hvað hún er erfið og þ.a.l. leiðinleg, jafnvel gengur fólk svo langt að sleppa forsendunni og segja að hún sé einfaldlega bara leiðinleg.
Að sjálfsögðu er vitlaust að segja að stærðfræðin sé tungumál, þótt svo að það megi segja að notast sé við sérstakt tungumál (lesmerkjamál) til að lýsa ýmsum hlutum hennar (hvernig þetta er orðað er vitlaust og nákvæmni skortir ofan á það). Þetta væri líklegast jafnvitlaust og að segja að samskipti manna ættu sér aðeins stað með líkamstjáningu eða eingöngu með töluðu máli. Hinsvegar er hægt að dást að þeirri staðreynd að flestum (ef ekki öllum) framhaldsskóladæmum í Perú væri hægt að lýsa á merkjamáli stærðfræðinnar í Íran svo og hverjum öðrum stað í heiminum. Sama er ekki að segja um líkamstjáningar okkar því að uppréttur þumall er meira en tvíræður jafnvel þótt við vitum ekki að því (frekar en við kunnum arabísku).
Annars ágætt að einhver taki eftir ruglinu í mér, fólk gæti trúað því á endanum.