Hann náði 103, ekkert með glæsibrag, en hann náði 103. Eftir 102/103/104 (skiptir engu máli hvern af þessum áföngum) fer maður yfirleitt í 202/203. Það er svekkjandi að missa þarna eina einingu því maður komst ekki í 203, en svona er þetta. Ég tók 103 frá FVA í fjarnámi (ensku) og fékk það metið þegar ég byrjaði í FB, en bara sem 102 því 103 er ekki kennd í FB. Það var frekar svekkjandi en ekkert við því að gera. Á seinustu önn tók ég svo 202 í staðinn fyrir 104 (ef ég hefði tekið tíuna upp aftur hefði ég fengið jafnmargar einingar (verið með 4 og átt eftir 202 og 212 í stað þess að taka 202 á þeirri önn og hafa 4 samanlagt að því loknu) því ég stóð mig svo vel á samræmdu prófi að ég hefði komist í enskuna fyrir þá góðu, en þeir fá fleiri einingar. Gaman). Svona getur þetta gerst….