Ég fór áðan á bus.is… Svona til að gá hvernig stysta leiðin mín á einn ákveðinn stað væri.
Mér var þar ráðlagt að fara með leið 12 frá Norðurfelli að Jaðarseli, og að ég ætti svo að bíða hjá Jaðarseli í 16 mínútur, taka þá nr.3 og fara útúr honum… Hjá Jaðarseli. Næstu stoppistöð.
Er það bara ég eða er svolítið tilgangslaust að bíða í 16 mínútur á stoppistöð, bara til að geta farið útúr honum á næstu stoppistöð við hliðina? Ég gæti líklega skokkað á milli nokkrum sinnum á meðan ég bíð eftir strætónum…
Ég er ekki að kvarta yfir þessu, ég vel bara aðra leið, en mér finnst þetta samt skondið. Jei!