Klezmer-tónlist gyðinga og tryllt tónlist frá Balkan-löndunum verða í aðalhlutverki, en auk þess verður örlítilli vestrænni músik troðið inn á milli og hver veit nema eins og eitt jólalag verði flutt í tilefni hækkandi sólar.
Hljómsveitin hefur ekki verið iðin við tónleikahald upp á síðkastið enda verið upptekin við hljóðfæraleik í leikritinu Þrjár Systur, sem nemendaleikhúsið sýndi í Borgarleikhúsinu í desember.
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og er að sjálfsögðu frítt inn.
…