DV eru nú alveg merkilega heimskir þegar það kemur að nokkru tengdu pólitík, eða reyndar nokkru öðru fréttnæmu. Alltaf gaman að vita af miðli sem notar hvaða heimild sem er sem stuðning við fréttir, litlu máli skiptir hversu traustar þær eru.
Annars finnst mér skammarlegt þegar svona samningar eru gerðir, sama hversu “lágir” þeir eru, þetta eru samt sem áður ómannlega háir samningar. Þetta fólk hefur nákvæmlega ekkert að gera við peningana sem þeir semja um, það er vel hægt að lifa af með sjö manna fjölskyldu á milljón á mánuði og þessar manneskjur eru að fá margfalt það í mánaðarlaun. Íslenskt samfélag er ekki hófasmlegt lengur og launamunurinn heldur bara áfram að aukast og aukast ef svona starfslokasamningar eru gerðir áfram. Persónulega finnst mér að það eigi að setja pólitískt tangarhald, hindrun fyrir þessa samninga því þeir eru lítið annað en þjófnaður frá hluthöfum fyrirtækja.