Ég er alveg hættur að skilja þetta drasl!
Við erum sem sagt með eina fjarstýringu þar sem 1-takkinn er Stöð1, 2-takkinn er Stöð2 og 3-takkinn er svo Digital Ísland (og svo er ein fjarstýring sem stjórnar Digital Ísland) þar sem er hægt að setja á allar hinar stöðvarnar.

En það er alltaf eitthvað fjandans vesen með þetta. Um langt skeið þá var alltaf þannig að það kom bara “SmartCard wrong insert” eða “Ekkert merki” eða eitthvað þannig alltaf á slaginu 19:40 þegar ég var að glápa á Simpsons.

Svo fór það að vera oftar og svo virkaði aldrei Stöð 2+

Svo lagast það en núna er bæði 2-takkinn og 3-takkinn á aðal-fjarstýringunni stilltir á Digital Ísland og aldrei víst hvort Digital Ísland fjarstýringin virki eða hvort við þurfum að skipta um stöð á sjálfri græjunni.


Mjög pirrandi…