Okay.
Það vita allir að sumum finnst voðalega pirrandi að vera leiðréttir.
Það eiga allir að vita að það er til fólk sem finnst ekki pirrandi að taka við leiðréttingum.
Fyrri hópurinn er talsvert meira áberandi.
En sá seinni er engu að síður stór.
Þannig að þið sem segið að öllum sé nákvæmlega sama þegar einhver leiðréttir einhvern, I've got news for ya, það er ekki öllum sama.
Þið sem viljið ekki vera leiðréttir, þið stelið oft þráðum þegar þið farið að pirra ykkur yfir leiðréttingunum. Já, þið. Ef þið létuð bara í friði að kommenta á leiðréttingar þá annaðhvort tæki manneskjan sem er leiðrétt leiðréttingunni vel, eða hún tæki henni ekki vel og þá veit manneskjan sem leiðrétti að þessi manneskja vill ekki láta leiðrétta mistök sín. Það myndi ekki taka nema heil tvö komment af þræðinum, það er, leiðréttingu á stafsetningu og svo svar frá notanda þar sem hann segir að honum sé sama þó hann hafi gert vitleysu.
Þannig að niðurstaðan er:
Það er til hellingur af fólki sem vill láta leiðrétta sig. Það er líka til hellingur af fólki sem vill ekki láta leiðrétta sig. Útfrá því er hægt að sjá að það er ekkert að því þó fólk sé í því að leiðrétta stafsetningu, ef fólk vill það ekki er hægt að hundsa leiðréttinguna en ef fólk vill það getur það tekið við henni og lært af henni.
Ef einhver fer svo að rökræða um að fólkið sem vilji ekki láta leiðrétta sig eigi jafnmikil réttindi á því að vera ekki leiðrétt og fólkið sem vill láta leiðrétta sig á á því að vera leiðrétt, þá vil ég nefna eitt.
Jújú, svosum, en er ekki markmiðið með þessari spjallsíðu að fólk skiptist á bæði skoðunum og upplýsingum, og gefi réttar upplýsingar? Ef inn kemur grein með fullt af staðreyndavillum, þá er það ekki gott og þá þarf að leiðrétta staðreyndavillurnar. Ef fólk skrifar orð vitlaust, þá þarf að leiðrétta það svo fólk, og hann sjálfur, muni ekki halda áfram að halda þessari vitleysu fram. Það er ekki vel séð að fólk hafi rangt fyrir sér. Það er þessvegna gott að leiðrétta það svo það hafi ekki lengur rangt fyrir sér. Einfalt. Ef fólk vill svo ekki taka þessum leiðréttingum, þá það, en það mun samt halda áfram að hafa rangt fyrir sér. Hverjum finnst svosum gaman að hafa rangt fyrir sér? Engum, en það er fínt að geta tekið því vel ef maður hefur rangt fyrir sér, sama hvort það er varðandi þjóðerni íþróttaleikmanna, ártals í sagnfræði eða bara einfaldlega stafsetning.
Ég veit líka að það eru fáir sem nenntu að lesa þetta. En endilega kommentið.