Það er nú bara almenn kurteisi að geta skrifað svona nokkurnveginn rétt á sínu eigin tungumáli. Á hvaða vettvangi skiptir máli.
Verð að leiðrétta þig þarna, þarna hefðir þú átt að segja "Á hvaða vettvangi skiptir engu máli.“
En án gríns, sýnist mér við verða að taka því að sú kynslóð sem er að koma upp núna, (mín kynslóð, þín kynslóð?) virðist meira og meira tala um orðið ”talva“ sem er ekki til, og ef þetta heldur svona áfram þá verður ”talva“ samþykkt sem orð, því það eru við sem stjórnum landinu, og meirihlutinn ræður, og ef meirihlutinn telur orðið ”talva“ rétt, þá verður það orðið almennt orð fyrr en varir, svo endilega halda áfram að leiðrétta svona ógeðslegar villur eins og að segja ”tölva“ ”frosnaði."