Persónulega .. well - Mér fannst skaupið bara í mjög fínu lagi og oft hef ég séð það verra. Mér finnst Edda Björgvins alltaf standa fyrir sínu og oftast vel það og hefði mjög gjarnan viljað sjá meira af henni í skaupinu! Helga Braga Jónsdóttir finnst mér æði og rúmlega miklu meira en það …
Björgvin Franz fannst mér perla í líki Birgittu Haukdal og á hann alveg punkt fyrir sína innkomu…
Laddi okkar er sígildur og ég get alltaf brosað þegar ég sé hann birtast á skjánum.
Ólafía Hrönn er líka sígild perla sem mér finnst alltaf hægt að brosa af.
Sem sagt, þessi hópur, Edda B, Laddi, Helga B, Ólafía H… að hinum ólöstuðum, geta alltaf komið mér í gott skap - en kannski er ég bara svona kátur og léttur að eðlisfari og kannski er húmorinn minn bara svona skrítinn .. eða kannski er ég bara í svona góðu skapi! *skellihlátur*.
Kveðja:
Tigecop sem er fjandi hrifinn af Eddu B. og Helgu B.