Breytir samt ekki þeirri staðreynd að Ísland er lýðveldi og þó að Björgunarsvetirnar séu að vinna göfugt starf og ég tek það ekki af þeim þá eru þeir samt að einoka og bara af því að þeir eru björgunarsveitinarnar þá virðast þeir hafa samúð flestra til að gera það. Sem dæmi má taka jólatré, núna er verið að kvarta yfir því að stórmarkaðir eins og Bónus og Krónan séu að selja jólatré á 2000 kr af því að þá minnkar salan hjá Björgunarsveitunum/Skátunum. En hvað um þá sem eiga ekki næga peninga til að kaupa sér 5000 króna tré hjá þessum aðilum? Verða þeir þá bara að hafa gervitré og afsökunin er “fyrirgefðu, þú ert því miður ekki nægilega fjársterkur til að eiga alvöru tré, gleðileg jól samt.”
Endilega segðu mér hvar sanngirnin í því er. Ég hef líka verið í svona litlu bæjarfélagi þar sem Björgunarsveitin skiptir miklu máli og ég ætla ekki að taka það frá þeim EN þeir eiga samt ekki að hafa rétt á einokun og kúgun.