Fór í Hagkaup og keypti kjúklingabringur, rjóma, piparost og tigliatellur (minnir að það sé skrifað svona, en þetta eru þykkar og stórar pasta núðlur). Ég sá fyrir mér geðveikt góðann kvöldverð.
Steikti kjúklinginn í bitum á pönnu, sauð pastað og bjó til piparsósu. Síðan baka snittubrauð til að hafa með matnum.
Allir byrjuðu að borða og allir rosalega ánægðir með þennan flotta og vel framborinn matinn. Nema pabbi. Hann skaut upp þessum viðbjóðslega svip og hækkaði róminn aðeins og spurði mig hvort að það væri ostur í sósunni, ég svaraði því játandi en þá hafði ég sagt að þetta væri piparostasósa og pabbi varð ekki glaður og reif kjúklinginn frá pastanu og sósunni og át BARA kjúklinginn. Smakkaði ekki einu sinni brauðið.
Ég kann að taka gagngrýni en þetta fannst mér bara viðbjóðslega ljótt af honum. Hann gat alveg sleppt því að nefna þetta og borðað bara það sem að honum fannst gott í stað þess að koma með þennan ljóta svip og nánast öskra á mig.
Aulinn ég að halda að pabbi myndi breytast.
Nafli er lok fyrir ástand í alheimsvanda, úti sem og Gabríel…