Kannski var það ekki spurning um bílinn heldur það að eiga kærasta sem er með bílpróf. Hvers vegna misstirðu prófið? Kannski hefur það eitthvað að gera með af hverju hún vildi ekki vera lengur með þér. Ef bíllinn var það sem hún hafði áhuga á, vildi hún þá ekki fá hann lánaðan á meðan þú ert próflaus? Það er ómögulegt að geta sér til, þegar maður þekkir ekki aðstæður. Kannski heldur ekki nein ástæða til að velta sér upp úr þessu. Ef hún vill þig ekki lengur, ertu þá ekki búinn að missa áhugann á henni hvort eð er?