Hvaða aumingjaskapur er þetta? Að beygja sig undir góðan málstað.

Eiga þessar búði ekki að sinna fyrst og fremst þeim sem ekki hafa mikla peninga milli handanna? Það er auðvitað fínt mál ef einhver KÝS að styrkja gott málefni en það er bara rangt að vera að neyða slíku yfir fólk.

Jólatré og flugeldar geta verið meira en helmingi ódýrari hjá einkaaðilum. Ætla rétt að vona að mæðrastyrksnefnd gefi jólatré og flugelda á næsta ári enda eiga ekki allir efni á því að eyða mörgum þúsundum í góðgerðastarfsemi í desember þegar álagið á fjármálin er sem mest!

Vona að einhver grípi tækifærið á næsta ári og selji jólatré á ódýru verði.


Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur sent frá sér tilkynningu þar sem því er fagnað að forsvarsmenn Bónus og Krónunnar ætli að hætta sölu á jólatrjám af tillitsemi við starfsemi þeirra björgunar- og líknarfélaga sem hafa notað þessa sölu til að fjármagna starfsemi sína.

Fram kom í Morgunblaðinu í dag, að jólatré verði að óbreyttu ekki til sölu í verslunum Bónus fyrir næstu jól.

„Það er ákveðin viðurkenning og stuðningur við okkar starfsemi þegar forsvarsmenn stórfyrirtækja taka ákvarðanir sem þessa. Skemmst er þess að minnast að þegar Olís tók við rekstri verslunar Ellingsen verslana þá tóku þeir ákvörðun um að hætta flugeldasölu af sömu ástæðu. Þó var þar um að ræða elstu einkareknu flugeldasölu landsins. Það hefur færst í aukana að einkaaðilar láti til sín taka í sölu á þeim vettvangi og í þeim vöruflokkum sem félagasamtök hafa byggt upp sem sínar helstu fjáröflunarleiðir. Á þessu ber mikið nú í flugeldasölu sem hefur undanfarna áratugi verið ein helsta fjáröflunarleið björgunarsveitana í landinu," segir í tilkynningu Slysavarnafélagsins Landsbjargar.