Ég hef tekið eftir því að alltaf á gamlárskvöld kl svona 6 eða 7 þá er einhver svaða flugeldasýning í Hafnarfirðinum eða Kópavoginum. Ég er hérna í fossvoginum og fer stundum útá svalir til að horfa á þetta og síðustu svona 7 bomburnar eru það öflugar að allt gersamlega nötrar hérna hjá manni, mikið öflugri en þessar sem eru sprengdar hjá Perlunni..
Veit einhver hvaða sýning þetta er?
Kl hvað byrjar hún og hvar er hún?
TKB
p.s. Ég sé ekki marga flugeldana eða kökurnar því þetta er svo langt í burtu þannig ekki ráðleggja mér að vera bara hérna útá svölum og horfa :O