Ja svei mér þá, kannski ekki vitlaust að kíkja aðeins yfir hvað maður er búinn að afreka á árinu?
*Útskrifaðist úr framhaldsskóla á þremur árum, og dúxaði þar að auki.
*Fór í útskriftarferð til Mallorca. Hressandi, svo ekki sé meira sagt.
*Gerði upp bílskúr í vinnunni (eitt af mörgu sem ég vann að í sumar).
*Þýddi bók (jaa… bók er kannski ekki rétta orðið. Viðamikinn bækling, öllu heldur) um óhefðbundnar lækningar.
*Skrapp til Danmerkur á “unglingaráðstefnu”. Veit ekki beint hvað á að kalla þetta. 600 ungmenni að hittast í Danmörku til að gera einhverja skandala (spila íþróttir, fara í leiki, éta, spjalla, hlusta á fyrirlestra, kynnast nýju fólki o.s.frv.) Það var yndislegt. :)
*Vann sem statisti fyrir Eastwood og félaga. Spjallaði m.a. létt við Paul Walker, og fékk Barry Pepper til þess að árita Saving Private Ryan DVD-inn minn.
*Skaut af M1 Garand á ímyndaða Japani(reyndar bara púðurskotum, en jæja) og fékk auk þess að meðhöndla fjölda annarra vopna úr WW2. Upplifun? Ójá.
*Skrapp til Frakklands. Parísar, nánar tiltekið. Sá, og ferðaðist upp í, Eiffel-turninn í fyrsta skipti (auk allra þessara hefðbundnu hluta sem maður gerir í París). Heimsótti þar að auki Jim Morrison og Les Invalides, herminjasafnið. Og svo, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa yfirgefið borgina, varð þar allt brjálað. Uppþot og óeirðir og læti, en sama hvað hver segir ykkur, þá hafði ég ekkert með það að gera.
*Varð 19 ára.
*Vann samfellt lengur en ég hef nokkurn tíma unnið í lífinu (eða frá júní til desember, miðað við 8 tíma vinnudag, auðvitað).
Eflaust er ég að gleyma einhverju, en það verður bara að hafa það. Þetta er í öllu falli það sem ég man eftir núna.