en vissir þú það að þetta er næstum eina fjármögnunarleið björgunarsveitanna? veistu hvað það kostar að bjarga þínum rassi ef að þú sem dæmi villist þegar þú ætlar að vera sniðugur og ganga á fjöll…eða þegar þú ferð á bátinn þinn og sést ekki til þín í nokkra tíma?
svo kosta allar æfingarnar líka, enda þurfa þessar sveitir að vera þaulþjálfaðar og vita nákvæmlega hvað þær eiga að gera þegar þess þarf, það kostar líka sitt…
og bara svo þú vitir, þá fá sveitirnar ekkert frá ríkinu…eða allavegana ekkert til að hrópa húrra fyrir…
vá…eftir þennan fyrirlestur langar mig að skrá mig í sveit…
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“