Íþrótt er öll sú afþreying sem treystir á hæfileika þína en ekki einungis heppni.
Bingo er leikur, því þar treystirðu á heppnina.
Bridge er leikur og íþrótt, því þar treystir þú á heppnina og hæfileika.
Fótbolti er leikur og íþrótt, því þar treystir þú á heppnina (eins og í öllum hópíþróttum, þú getur aldrei treyst fullkomlega samherjum þínum, svo þú getur aldrei stjórnað leiknum algerlega þótt þú væri nógu góður) og hæfileika.
Bara vegna þess að þér finnst að eitthvað orð eiga þýða eitthvað eitt eða annað, þá breytir það ekki hefðbundinni merkingu þess.
Skák er íþrótt en ekki leikur, því þar treystirðu algerlega á hæfileika þína og ekkert gerist af handahófi.
Þú mátt vera sammála mér eða ósammála, en þessi skilgreining er a.m.k. yfir þúsund ára gömul, því í íslendingasögunum er oft minnst á það að menn þreyttu kappi í íþróttum svosem sund og tafli.