Það hafa mjög margir staðið uppúr á árinu og staðið sig mjög vel, bæði hinn almenni notandi og líka ýmsir stjórnendur.
Að öllum öðrum ólöstuðum eru að mínu mati eftirfarandi nöfn þau sem koma upp í mínum huga þegar ég hugsa um liðna mánuði:
Skuggi85:
Fyrir fínar greinar og fyrir að þrauka á vefsíðu sem er full af fordómum og stundum kjánaskap. Fyrir að standa alltaf á sínu, vera sjálfum sér samkvæmur og láta engan vaða yfir sig í rökræðum - og fyrir málefnaleg svör við hinum ýmsu málefnum.
taran:
Fyrir skemmtilegar greinar um málefni sem margir þekkja ekki og sem margir eru jafnvel í þekkingarleysi að kalla óeðli = BDSMgreinarnar. Fyrir að vera sjálfri sér samkvæm og þora meðan aðrir þegja (stælt og stolið hjá mér) …
Karat:
Fyrir að vera iðnari en býfluga í stóru hunangsbúi með afþurrkunarklútinn. Fyrir að vera ætíð snögg að taka til hendinni og hreinsa út þegar bent er á það sem ekki er liðið á Huga.is. Fyrir að bjóðast til að koma í stað vefstjóra á óskalistann minn þessi jól (þarf hugrakka persónu til að hætta sér í gin tígursins) …
teapot:
Fyrir að vera hér með viðurkennd sem sigurvegari í erótísku sögusamkeppninni.
Sirja:
Fyrir að standa fast á íslenskri tungu og vera ætíð með fingurinn á “leiðrétta” takkanum þegar villurnar vaða uppi. Og fyrir að hafa átt afmæli þann 27. des…
JReykdal:
Fyrir að vera annaðhvort fjarverandi (í næstu viku) eða ekki fjarverandi (í næstu viku) (innanhússdjók, með fullri virðingu auðvitað!). En þó aðallega fyrir að hreinsa til í “óvirkum stjórnendum” og samþyggja nýja stjórnendur á ýmis áhugamál sem voru nánast fallin í gleymsku.
izelord:
Fyrir að koma loks skriði á áhugamálið “smásögur”…
fabilius:
Fyrir nokkuð glæsilegar greinar á sagnfræði.
Lecter:
Fyrir góðar greinar á sagnfræði (burtséð frá öllu öðru)…
Þetta er svona í fljótu bragði það sem mér dettur í hug - og aftur vil ég taka það fram að það eru mjög margir virkir stjórnendur og notendur sem eiga líka heiður skilið fyrir að sýna þroska og dugnað á áhugamálunum öllum.
Kveðja:
Tigercop sem hrósar þeim sem sýna þroska í svörum og sýna greinahöfundum virðingu.