Fer eftir því hverju þú ert að leita að.
Ef þú ætlar að reisa vegg mæli ég með því að hafa tvær gipsplötur sitthvorumegin við tré stoð (held að það hljóðeinangri betur en blikkið), kítta eða spasla í öll samskeyti, hafa svona ull á milli og raða henni vel í.
Leggja bara góðan tíma í þetta og vanda sig :P
En ef þú ert að tala um að hljóðeinangra vegg sem er fyrir held ég að það sé fínt að gera það eins og þú værir að setja upp vegg fyrir utan það að þú byrjar ekki á byrjuninni. Festir bara spýtur (gætir kannski notað blikk þarna með sama árangri, ég er ekki viss) sem eru jafn þykkar og ullin á vegginn, setur svo ullina vel og vandlega, setur svo tvöfalda gips plötu yfir.
Og eins og í hinu þá er það að vanda sig bara og taka sér nægan tíma :)
Annars veit ég ekkert hvað þú hefur í huga …