Vá, ég er ekki að fara að geta horft á þennan helvítis Simpson DvD disk sem ég fékk í jólagjöf inni hjá mér! Fyrst náði ég í ferðadvdspilarann, það vantar batterý í fjarstýringuna, og maður getur ekkert valið í valmyndinni án hennar. Svo næ ég í utanáliggjandi dvd drifið, en get ekki spilað dvd í því! Kemur alltaf: “Windows Media Player cannot play DVD video. Open Display in Control Panel, and then lower your screen resolution and color quality settings. To view the DVD Troubleshooter, click More Information.”
Ég gerði þetta, samt get ég ekki spilað þetta! Heimska tölva…