Já ég lék í stelpunum. Aðeins tvö atriði með mér hafa verið sýnt.
Fyrsta atriðið var þegar ég var í lyftu og svo kemur einn stelpuleikkonan sem fær innilokunarkennd og kvartar útaf hávaða í lyftunni. En hún þolir ekki panflautur.
Annað atriðið var í KB banka þar sem ég var bara að leika þjónustufulltrúa.
Þriðja atriðið sem er enn ósýnt er þegar ég er að skoða klámblað í biðstofu og fjórða atriðið sem er líka ósýnt er þegar ég verð rændur af bankaræningjum en þar lék ég banka öryggisvörð.
Bróðir minn og unnusta hans léku líka í þessum þáttum en ekkert hefur verið sýnt ennþá atriði með þeim. Og svo verður bróðir minn og unnusta hans í Hemma Gumm þættinum Það var lagið í næsta þætti en þau vinna hjá hagkaup og voru boðinn í þáttinn. Pabbi minn vinnur í Byko en þáði ekki að koma í þáttinn. En bæði Bykó og Hagkaup voru boðsgestir í þættinum.
Bróðir minn hefur áður látið fésið sitt sjást fyrir framan almenning þegar hann tók þátt í Idol 3.
Ég hef líka áður látið fésið á mér sjást fyrir framan almenning þegar ég lék í misheppnuðustu sápuóperu sem skár 1 hefur framleitt. “Skemmdir ávextir”.
En þar lék ég nokkurskonar J.R sem átti ófríða dóttur og frekjuskass sem eiginkonu og svo endaði ég svo hálfdauður uppí sófa. Reyndar átti ég að lifna við en það atriðið var aldrei sýnt. Enda var hætt við að sýna áfram þættina. Árið 2004 var ég svo einu sinni gestastjórnandi hjá Sveppa í 70 mínútum. Þá mætti ég með lukkubangsa bróður míns og þóttist vera einskonar gaur sem talar fyrir dúkku.
Ég veit ekkert hvort einhver hér man eftir því.
Merkilegast fannst mér þegar ég fékk enga gestaáskorun og er ég því einn af fáum gestum sem fékk þann heiður hehehe.