Já, þú varst að endurtaka þetta, þú vilt vita hvaða skoðun við höfum þegar það er ekki víst að við höfum hana enda engin tilgangur með lífinu (það var þetta sem hann átti við sem sagt). Ég held það mætti líkja þessu við að spyrja einhvern álits á nýju buxunum sínum þegar þú stendur kviknakinn fyrir framan hann. :P
Ég sé ekki hvernig maður sóar lífi sínu frekar en hver annar ef það er tilgangslaust yfir höfuð. Ef ég set mér langtíma markmið um að giftast fallegri konu og lifa hamingjusömu lífi með henni, nota ég líf mitt eitthvað betur en ef ég hefði einfaldlega lifað og þetta hefði gerst, án þess að vera markmið mitt? Það er fullt af hlutum sem gerast þannig. Þú ákveður einn daginn að læra myndlist því þér finnst gaman að teikna, þú þarft ekki að hafa markmiðið að verða listmálari í framtíðinni til að gera það, á námskeiðinu hittirðu svo persónu sem er þarf af svipaðri ástæðu og þið verðið mestu mátur. Þetta er bara eitthvað sem gerist, ekki eitthvað sem er planað, ekki hluti af langtíma markmiði. Ekkert sem ég geri er hluti af langtíma markmiði, ég geri það sem ég hef áhuga á, það sem ég vil gera og það hefur virkað ágætlega fyrir mig hingtað til :)
Margir eru þeirrar skoðunar að ef maður eltist við t.d. hamingjuna, þá verður maður aldrei hamingjusamur því maður er svo upptekinn í eltingaleiknum. Hamingja er fyrir þeim eitthvað sem gerist ef þú bara leyfir því að gerast.