Er það ekki bara venjulegur póker þar sem nokkrir sitja í hring og spila uppá eitthvað?
Allavega hann er svona:
Ef þið ætlið að spila uppá pening, leggja kannski allir 500kr í pott fyrst.
Svo fá allir 1000 stig (helst einhverja spilapeninga).
Svo næst fá allir 5 spil og leggja allir út 10 stig.
Þá byrjar einhver að leggja undir (ákveðið röðina áður en leikurinn byrjar) og hann getur, a: lagt undir 10 stig.
b: gert ekkert (þá gerir næsti til hægri/vinsti) c: hætt. (Þá þarf hann ekki að leggja meira undir þessa umferð, og tapar bara 10 stigum á umferðinni)
Svo fer þetta hringinn, næsti leikmaður getur gert:
a. Hækkað um 10 stig (ef sá á undan leggur undir)
b. Jafnað (sett út 10 stig, ef sá á undan lagði undir)
c. Hætt (sama og fyrir ofan)
Næsti leikmaður getur:
a. Hækkað (ef hinir tveir á undan hækkuðu báðir þarf hann að setja út 30 stig, þar sem fyrsti setti 10, og næsti jafnaði 10 og hækkaði um tíu, ef fyrsti lagði tíu undir og næsti jafnaði tíu en hækkaði ekki, þá hækkar þriðji í 20)
b. Jafnað, sett út jafn mörg stig og sá á undan setti út.
c. Hætt.
Svona gengur þetta þangað til þetta er búið að fara hringinn frá þeim sem hækkaði síðast.
Þannig ef það eru 3 að keppa
Nr 1. Leggur út tíu.
Nr 2. Jafnar og hækkar í 20 (leggur þá út 20)
Nr 3. Jafnar (leggur út 20)
Þá gerir númer eitt aftur þar sem hann er ekki búinn að jafna.
Nr 1. Jafnar (leggur þá út 10 í viðbót og er þá buinn að leggja út 20 samanlagt)
Þegar það er búið mega allir skipta spilunum (sá sem byrjaði að veðja skiptir fyrst), maður getur skipt frá 0-4 spilum.
Þegar allir eru búnir að skipta (eða hætta), byrjar fyrsti aftur að veðja. Og svo þegar umferðin er búin sýna allir spilin sín og sá sem er með bestu spilin fær öll stigin í pottinum.
Svo eftir kannski 5 umferðir þá fær sá sem er með flest stig alla peningana :D
Ef eitthvað er óljóst þá spyrðu bara (ég veit að þetta var illa útskýrt :)
Og röðin á spilunum er einhvern veginn:
1. Royal Flush - 10, gosi, drottning, kóngur og ás í sama flokk (spaði, hjarta, tígull eða lauf).
2. Litaröð - röð af spilum (2,3,4,5,6 eða eitthvað) í sama flokk.
3. Fullt Hús (kannski þrjár sexur og tvær áttur)
4. Fjögur eins (fjórir þristar eða eitthvað spil)
5. Allt eins (allt í spaða, hjarta, tígli eða laufi)
6. Röð, venjuleg 5-6-7-8-9 röð ekki í sama flokk.
7. 3 eins ( þrjár sexur eða eitthvað)
8. tvö pör ( gosi gosi og fimma fimma )
9 eitt par.
Held þetta sé einhvern veginn svona.
0