Þannig er mál með vexti að ég fékk Nokia 5140i í jólagjöf. Ekkert vesen með hann, þannig séð. Vandamálið er að finna góðan hringitón í hann, því sem metalhaus sætti ég mig auðvitað ekki við Nokia Tune eða eitthvað álíka sem hringingu.
Svo ég spyr ykkur alvitru hugarar:
1) Vitið þið um síðu þar sem ég get fengið góða hringitóna í Nokia síma? Ogvodafone.is er með mjög takmarkað úrval af tónlistarflokkum sem mér líkar við, og þegar ég reyndi að fá sendan tón áðan kom hreinlega ekkert. Þær erlendu síður sem ég hef fundið með google bjóða almennt ekki upp á að senda í íslensk símkerfi.
2) Kunnið þið að senda tóna beint úr PC tölvu í síma? Samkvæmt leiðbeiningunum sem fylgdu með þarf einhvers konar kapal sem fylgdi auðvitað EKKI með símanum… en.. á ekki að vera hægt að senda tölvupóst í svona síma? Hvernig er það gert? Slæ ég bara inn símanúmerið í staðinn fyrir netfang viðtakanda? +354 fyrst eða ekki? Og virkar yfirhöfuð að senda viðhengi með slíkum tölvupósti?
Peace through love, understanding and superior firepower.