Það vill bara svo skemmtilega til að mér líkar ágætlega við þetta nafn, búin að heita Gelgjan frá upphafi, í nokkur ár þ.e.a.s. Væri bara mjög mikið til í að sumir myndu hætta að dæma mig eingöngu út frá nickinu mínu.
Tjah, það er pínu erfitt að dæma þig ekki útfrá notendanafninu. Sá sem kýs að heita “Gelgjan” hlýtur að vera það, annars væri hann búinn að skipta um notendanafn.
Nú er það.. Þannig að sá sem heitir “JasonNewsted” hlýtur að vera Jason Newsted? Og sá sem heitir “kisi” hlýtur þá að sjálfsögðu að vera kisi, annars væri hann löngu búinn að skipta um notandanafn.
Það liggur nú í augum uppi að manneskja er ekki köttur og að íslenskur krakki er ekki JasonNewstead. En ef að þú heitir orði sem lýsir manneskju eins og “Gamall” eða “Rauðhærður” eða “Gelgjan” þá hlýturðu að vera það, varla myndirðu heita þannig nafni ef þú værir akkuart andstæðan við það?
En þá halda samt allir að þú sérts gelgja, af því að þú heitir þessu nafni. Þú getur ekkert kennt þeim um, þú vildir heita þetta og þá heldur fólk bara að það sé þannig.
Það er bara ekki rökrétt að halda að ég sé gelgja af því að notandanafnið mitt er Gelgjan. Ég held til dæmis ekki að FatJoe sé feitur strákur sem heitir Jói. Eða að Thengill heiti í raun og veru Þengill. Það er alveg hægt að líta aaaðeins framhjá notandanafninu.
Ég er ekki að segja að fólk eigi gjörsamlega að horfa framhjá notandanafninu, heldur að athuga kannski hvað manneskjan er að segja og kannski hvort hún hafi verið að grínast áður en skotin fara að fljúga.
Hmm… aðfangadagur er dagurinn á undan jóladegi. Jólin eru á jóladegi… þess vegna heitir hann JÓLADAGUR!!!! Þó að við séum svo bráðlát að geta ekki beðið þá þarf það ekki endilega að vera rétt hjá okkur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..