Á vinsamelgast að hætta þessu! Það er alveg ótrúlegt hvað margir láta gremju sína og jólastress sitt bitna á saklausum starfsmönnum verslanna! Við sem erum að afgreiða þig erum líka fólk með tilfinningar og það er EKKI okkur að kenna hvað varan kostar og það er EKKI okkur að kenna ef það er of mikið fyrir þig! Ekki láta gremju þína á hlutum, hátíðum og litlu börnunum þínum bitna á starfsfólkinu! Ef þú átt ekki nóg fyrir einhverju, labbaðu bara í burtu! Þú þarft ekki að fara að væla: “oh… þvílík álagning hjá ykkur, þetta er ódýrara í japan!” ARG#$&/(!$#%.
OG það eru ekki allar verslanir NEXT! Þó að NEXT hafi einhverja ákveðna stefnu um hitt og þetta þá gildir það ekki um næstu búð við hliðiná! Ef þú vilt fá þjónustuna sem er í NEXT skaltu skipta við NEXT ekki einhverja aðra búð og ekki væla þá yfir því hvað allt sé dýrt allstaðar og að skiptrétturinn sé eitthvað öðruvísi miðað við next eða… ARG!
Ekki vera ókurteist við starfsfólk verslananna! EKki segja ða það hafi ekki hundsvit á því hvað það er að tala um, því að það veit oftast upp á hár hvernig skilaréttur eða skiptirétturinn er í þeirri verslun sem það vinnur hjá! ÞEtta fólk er að vinna langa vinnudaga, sumir tólf-þrettán tíma núna í mestu jólakösinni og það er nú bara mennskt! Alveg óþarfi að láta gremjuna bitna á þeim!
En svona, verið kurteis og sýnið skynsemi gagnvart starfsfólki verslananna! Mér finnst það vera óþolandi þegar fólk labbar inn og spyr mig hvað þessi vara kostar og öskrar svo yfir búðina hvað þetta sé dýrt! Ef þú vilt fá merkjavöru þá kostar hún eitthvað! Sættu þig við það!
Og já, ég er orðin VIRKILEAG pirruð á fólki sem getur ekki hamið sig og getur ekki bara verið kurteist! Ég er ekki biðja fólk um mikið, bara smá kurteisi!