Prógrammið endaði með að takast vel eftir smá byrjunarörðugleika og hefur verið tekið upp í mörgum skólum. Kennarar tala um að krakkarnir einbeiti sér betur og séu þægari heldur en af ruslfæðinu.
Hann fann líka út að krakkarnir taka þessu mun betur ef það er kynnt í skólanum áður en matseðlinum er breytt, t.d. með hollustuviku og fræðslu um hollan mat. Konurnar sem vinna í eldhúsunum þurfa líka smá námskeið til að breyta um stíl og hann fékk það í gegn að þær fengju borgaða yfirvinnu fyrir þann tíma sem þær eru lengur að búa til matinn en að henda nöggunum inn í ofninn.