Feministar segja að konur geti allt sem karlar gera. Um daginn heyrði ég meira að segja að konur væru jafn sterkar og karlar, þær alast bara upp við mismunandi aðstæður og verða þessvegna ekki eins sterkar (kjaftæði).
En allavegana. Eins og í mörgum skólum og framhaldsskólum landsins þá þarf að taka próf í íþróttum.
Kennarinn byrjaði svo að útskíra reglurnar og síndi okkur plaggat á veggnum sem stóð:
“Strákar, píptest: 0-5 stig = óviðunandi
5-7 = fyrir neðan meðallag
7-10 = ágætt
10-12 gott
12+ mjög gott”
En svo stóð hjá stelpunum
“0-3 stig = óvðunandi
3-5 stig ágætt
6-8 gott
9+ mjög gott”
—-
Svo átti að taka armbeygjur.
Þær voru teknar þannig að stelpurnar máttu taka þær á hnjánum, OG ef þær mundu ná 30 armbeygjum, þá væri það gott, en við þurftum að taka 55 á tánum til að það mundi teljast gott.
Það geta allar heilbrigðar manneskjur náð 30 arbeygjum á hnjánum.
Ég náði 50 armbeygjum og fékk 7 á meðan flest allar stelpurnar fengu 10 í einkun þótt þær geti varla haldið á skólatöskunni sinni með annari hendi.
Afhverju var ekki líka farið í bekkpressu til að gá að styrk? Þá hefði alveg mátt hafa þetta svona, 50 kg = 10 hjá stelpum, 100 kg = 10 hjá strákum
Ef að jafnrétti á að vera á annað borð, þá verður það að gerast ALLSSTAÐAR… Ég hefði alveg verið til í að þetta hefði verið svona þegar ég lærði að sauma í grunnskóla, eða í skrift.