Í gær setti ég upp frekar slappa útgáfu af Vitlausa leiknum mínum.

En ég veit að það voru nokkur svæði sem ég átti eftir að fullklára og svo voru nokkrar stillingar ég óvart var búinn að fjarlægja af því ég var ekki alveg búinn að stilla það inná.

Demó leikurinn fæst hér.

http://www.hugi.is/forsida/threads.php?page=view&contentId=2842457

En ég er að uppfæra leikinn betur. Fyrir þá sem eru þegar búnir að uploada leikinn þá mæli ég með að þið geymið leikinn inni á tölvunni ykkar.

Þið þurfið ekkert að fara kvarta við útaf þessu leik. Ég veit alveg af villunum.

En ég mun næst setja upp uppfærslu þar sem ég verð þá búinn að laga þessar villur og stafsetningarvillur fyrir leikinn.

Uppfærslan tekur minna mb og þá verðið þið að vista skrána á sama stað og þið geymið leikinn. Annars virkar það ekki.

En ég nenni ekki að setja allt saman aftur inná. Þið eruð þegar kominn með tónlistarpakkan “music.vox” og nokkar videoskrár sem ég ætla að nota í leiknum.

Uppfærslan kemur vonandi bráðlega.

Reyndar var ég að pæla hvort það væri betra að láta ykkur bara velja hvaða lög á að vera í leiknum. En það er hægt að gera svoleiðis en þá verðið þið að vera með einhvern CD audio disk í tölvunni ykkar svo það virki. En ég valdi bara einhver lög sem mér persónulega fannst passa við leikinn.

Ég viðurkenni að ég er alveg ferlegur í að skrifa handrit fyrir leikinn en ég hef verið að fá nokkrar hugmyndir að undanförnu sem gæti gengið upp.

En ég er aleinn á bakvið þennan leik og þess vegna er þetta miklu meira krefjandi verkefni fyrir mig. Ég ætlaði upphaflega að gera Leisure suit Larry 1 VGA á íslensku en það sem ég hef ekki lagalega hemild til þess þá ákvað ég að gera bara minn eiginn leik í staðinn en samt með smá Leisure suit Larry húmor. En ég er nokkuð viss um að þeir sem hafa spilað Leisure suit Larry 1 VGA kannast eitthvað við persónurnar og staðinn en hafa aldrei séð hann í þessari útgáfu áður.

Ég vona að ég geti klárað að gera þennan leik um jólin.

Kveðja
Höfundur Vitlausa leiksins.