Jææææja. Hver er trúaður? Skiptir það máli við daglegt líf þitt? Af hverju trúirðu? Hver trúir ekki á Guð? Og af hverju ekki?
Og endilega, ekki fara að rífast neitt um tilvist Guðs, ég er bara forvitin að sjá hvaða rök fólk færir fyrir sinni eigin trú/trúleysi.
Ég held að ég trúi á Guð. Allaveganna basic hugmyndina. Það hlýtur bara að vera eitthvað. Kannski er hann ekki eins og Biblían segir en ég held að það hljóti að vera eitthvað þar sem allt byrjaði.
Og í alvöru, ekki fara að rífast um siðferði kirkjunnar eða eitthvað. Við höfum öll heyrt þau rök mörgum sinnum. Bara hvort þið trúið eða trúið ekki og af hverju.