Ég setti núna glænýtt demó fyrir þá sem hafa verið að bíða spennt eftir leiknum mínum Vitlausi leikurinn sem upphaflega hét The wrong game. En ég ákvað að endurgera hann aðeins betur þar sem fyrri leikurinn þótti of stuttur. Hann verður lengri í þetta sinn.
Hér er nýjasta demóið af leiknum en ég er enn að vinna við þennan leik. Þið getið allavega svalað forvitnina ykkar enn meira með þessu demói.
Ég veit að það eru nokkrar villur og einhverjar stafsetningarvillur í leiknum en ég mun laga það þegar ég fullklára þennan leik.
Þið getið labbað, skoðað ykkur um, talað við suma. Það sem er algjörlega nýtt við þetta demó er að hann er á íslensku.
En loksins fann ég síðu þar sem ég get vistað leikinn minn ókeypis og þarf því ekkert að óttast hversu mikið atriði ég þarf að skera út úr leiknum.
52.8 mb
Leikurinn spilast eingöngu í pc vélar með 32 bita litakort í 640x480 litaupplausn.
Um hvað er leikurinn?
Ég veit það ekki lengur. En vonandi dettur mér eitthvað í hug. En ég hef ansi oft þurft að endurskoða leikinn og var alveg að fara að gefast upp á þessu af því ég hélt að ég gæti aldrei komið þessu leik á framfæri. En fyrst að ég veit að það er núna hægt þá fer ég að vinna við þennan leik á fullu næstu dagana. Ég vinn samt bara við þennan leik alveg sjálfstætt í frístundum mínum þegar ég hef ekkert annað að gera.
Full unni leikurinn verður frír(nema annað komi uppá).
Gleðileg jól og góða skemtun.