Hvað er málið með þessa endalausu ritskoðun? Það pirrar mig fátt jafnmikið og að koma að “svari hefur verið eytt af stjórnanda” í miðri umræðu. Mér er sama hversu barnaleg komment þetta kann að vera, mig langar að sjá þau, andskotinn hafi það!
Don't be silly? Afhverju verður að ritskoða sum svör? til að vernda börnin? Erum við öll viðkvæmar sálir sem þola ekki hörð svör?
En auðvitað skil ég að það eru tilvik þar sem að verður að eyða svörum. En það er bara gert of mikið af því. Sem dæmi: ég sagði kvennabrandara inná /romantik og honum var eytt afþví að það vill svo skemmtilega til að stjórnandinn er feministi.
Mér finnst svo oft sem að svör séu eydd bara útaf einhverri pólitískri réttsýni. Hvernig á nokkur aður að geta komið með nýjar og ferskar skoðanir ef þeim er bara eytt? “ nei, því miður, svona má ekki segja”
Mér finnst eins og að við ættum að sleppa ritskoðun og reyna frekar eftir fremsta megni að hunsa eða atast í vitleysingunum, þeir fá á endanum leið á því að vera bannaðir fyrir vangefnishátt og að vera alltaf böggaðir. Hvað með það þótt einhver búi til goatse tengil!? Verið bara ekki svona fjandi click-óð alla daga ef þetta fer fyrir hjartað á ykkur.
Það á einmitt að vera það frábæra við internetið. Hvaða hálfviti getur tjáð sig um hvað sem er. Bylting frá dagblöðum sem öll tileinka sér vissum hliðum og hópum. Maður skilur þetta kannski ef það eru löng rifrildi sem er eytt til þess að koma í veg fyrir að upprunalega umræðan gleymist ekki. En það er auðvitað slæmt mál að ritskoða umræðu einfaldlega vegna þess að hún er óvinsæl.
Ég var meira að segja sjálfur stuðningsmaður þess að Lecter gæti tjáð sig um andúð sína á samkynhneigðum, þó að það sé “óvinsæl skoðun”. En að fara yfir strikið í persónuárásir það er annað mál. Að mínu mati það eina sem ætti að eyða. Þeir sem að eru of viðkvæmir til þess að sjá harðar skoðanir ættu bara að fara á barnaland.is eða eitthvað.
Þeir sem eru viðkvæmir fyrir ókvæðisorðum fólks sem það þekkir ekki og byggir skoðanir sínar á stuttu netsambandi getur líka bara drullast á barnaland.is
Munurinn er samt að slíkt er ekki ritskoðað fyrir viðkvæma eða vegna mismunandi skoðanna. Heldur er verið að hreinsa persónuleg rifrildi úr umræðunni svo að upprunlega umræðan eyðileggist ekki.
Það væri þá undir þeim komið, sem á er yrt, að hunsa ummælin. Það er allavega mín skoðun. Til þess að losna við langt rifrildi inn á korkum o.s.frv. væri hægt að gera þræðina fellanlega. Þannig að öll svör við svörum væru falinn þangað til að þú myndir fella þau niður (þetta er svona á ýmsum spjallsíðum). Svo væri líka hægt að víkka notagildi hunsunarmöguleikans og einfaldlega sortera út öll tilmæli frá fólki sem maður vil ekkert heyra í. Það þarf bara aðeins að sparka í rassinn á þessum vefhönnuðum hjá símanum og þá ættum við að geta stjórnað þessu nokkuð vel sjálf.
Ég veit ekki með þig, en þegar ég fæ svar þá langar mig að sjá hvað var sagt við mig. Mig langar ekki að sjá “svari eytt af stjórnanda”. það er fátt sem böggar mig meira. Ef helvítið er með einhverjar hótanir eða svipaðan fávitaskap þá get ég bara klagað í stjórnanda.
Segjum sem svo að þú sért með þitt eigið fyrirtæki og þú rekur svo þína eigin heimasíðu fyrir þína eigin vörur. Og ímyndum okkur svo að þú sért með spjallsíðu þar sem allir geta tjáð sínar eigin skoðanir.
Og svo kemur einn daginn einhver óþroskaður vitleysingur sem þykist vera voðalega sniðugur og reynir að afla sér vinsældir með kjánaleg comment og diss á einhvern af þínum kúnum sem geta skaðað þitt fyrirtæki hvað myndir þú þá gera? Leyfa viðkomandi að halda áfram að rífa kjaft við viðkomandi og láta aðra sjá það bara til að skemmta því. Trúðu mér það barar gerir það illt verra enda kæfir það niður vinsældir síðunnar þinnar. Ég hef einmitt lent á síðu þar sem enginn var lengur að stjórna síðunni. En þá komu alveg fullt af fólki sem sáu bara tækifærið og eyðilögðu síðunna með endalausu rifrildri og nöldur út í allt og alla. Það endaði svo þannig að höfundar síðunnar ákváðu eyða síðunni. Sum orð hér eru oft ekki fyrir viðkvæma sálir og þess vegna er verið að vernda það fólk fyrir því. Annars fer það að líða illa að koma á síðunna og fer bara í annað þar sem það finnst það vera velkomið og getur talað almennilega saman án þess að lenda í leiðinlegum náungum sem hata allt of alla. Því miður er enginn sóttvarnarvörn gegn svona fólki. En sumu fólki líður vel við að hrekkja aðra og telja sig vinsæla eftir það.
Segjum sem svo að þú sért að skrifa bók með ákveðið markmið. En ferð svo útaf sporinu með eitthvað sem passar ekki inn í söguþráðinn. Þá færðu auðvitað fullt af gagnrýnisröddum útá það. Þess vegna er betra að forðast að láta það sjást því annars fer allt í steik, ekki satt?
Auðvitað verða sumir forvitnir og vilja vita fyrir hvað var verið að ritskoða. En ef fólk hefur lesið reglurnar hér, sem mér finnst tími til komið af sjálfum stjórnendum hér að fara gera það meira skýrara og það verður að vera meira áberandi á forsíðunni því þá er alveg óþarfi að fást við það útaf hverju greinin var ritskoðuð.
Reglur eru bara reglur sem menn verða að fara eftir hér.
Auðvitað skil ég það að ritskoðun sé nauðsýnleg í sumum tilvikum. Það sem ég er að segja er það að stjórnendur hérna á huga eiga það til að vera einum of “duglegur” í þessum málum.
Reyndar er ég sammála en ég hef lent í að “sumir” einstaklingar -ehemm- hafa sent inn linka að einhverjum klámsíðum og segja að síðurnar innihaldi allt annað til að lokka aðra til að kíkja þar inn. Ég er á þeirri skoðun að það sé ekki leyfilegt að gera það og að þar megi ritskoða það.
PS: Ég er ekki að tala um tubgirl sko…bara svo að fólk fari ekki að gruna það
ég hélt að ísland hefði hlut sem kallast málfrelsi.. það er ekki málfrelsi að þagga niðrí fólki með “Svari eytt af stjórnanda.” og svo þar að auki hafa feminískir stjórnendur ekki rétt á því að eyða “karlrembulegum”(pirringur) svörum þar sem hugi á að vera óháður! Stjórnendur mega heldur ekki eyða svörum sem innihalda pólitískar skoðanir þar sem.. enn og aftur.. hugi.is er óháður..
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..