Ég næ að rífa dyrabjöllu umgjörðina eða hvað sem þetta heitir af og byrja eitthvað að púsla þessu og toga eitthvað í þessa dyrabjöllu og á endanum skoppar stykki úr henni og hún virkar þá, ég dinglaði nokkrum sinnum en enginn kemur. Því næst prófa ég að halda bjöllunni inni í nokkrar sekúntur… enginn kemur til dyra. Ég reyni nokkrar bjöllutilraunir og ekkert gengur. Ég hef nú lent í því að vera læstur úti áður svo að ég ætlaði að klifra upp svalirnar (ég bý á annari hæð) þar sem ég er nokkuð góður í að klifra:)
Ég fer út og sé mér til mikillar gleði að glugginn sem ég stíg oft ofaná þegar ég læsist úti er hálf opinn. Ég stíg upp á handrið þarna við hliðiná og þaðan klifra ég eftir þakrennu að glugganum og hann lokast:( þá var ég ekkert í bestu málum í heiminum þar sem þetta gat verið frekar erfitt þó að glugginn væri opinn. En maður deyr auðvitað ekki ráðalaus og ég fer að leita í kringum svalirnar af einhverju nothæfu eins og reipi eða einhverju, ég finn þá eftir stutta leit hrífu með járnenda svo að ég hugsa mér gott til glóðarinnar og geri aðra tilraun. Ég er kominn þarna upp að glugganum og held með annari höndinni í svona smá drasl sem kemur svona inn á veggnum á blokkinni og held sjálfur í járnendann á hrífunni en tré endinn er á jörðinni. Ég næ þá að krækja járn endanum í svalirnar og reyni að toga mig upp þar til ég næ taki á svölunum… þetta er svona eins og gengur og gerist voðalega þröngt svo ég datt þarna niður úr svona 2 metra hæð á grasið en svo tekst það í annari tilraun og kemst maður þá upp á svalirnar með þreyttar og örlítið blóðugar hendur :)
Þetta var nú svosem ekki leiðinleg reynsla þar sem ég var ekkert þreyttur og var edrú og alltaf gaman að reyna eitthvað nýtt :) vonandi hafið þið haft gaman af því að lesa þetta, en ef ykkur fannst það ekki þurfiði ekki að láta mig vita því að það er ekkert með það að gera ;)
“It's only after you lost everything, That you are free to do anything.”