Ekki misskilja, ég elska að sofa.

En… Í gær var seinasta prófið og ég var búin að ákveða að taka til eftir það, hafa fínt og svona. Neei, ég meina, seinasti prófadagurinn. Hætti við og slappaði af.

Þannig að ég var alveg harðákveðin í því að taka til í dag. Alveg búin að koma mér í stuðið, búin að setja gamlann disk í - þurfti bara aaaðeins að tala við pabba sem var í sínu herbergi í tölvunni. Ég lagðist í rúmið, bara svona til að liggja á meðan ég var að tala við hann og það næsta sem ég veit er klukkan hálf fimm!! Ég er búin að vera sofandi í 4 og 1/2 tíma sem ég hefði getað notað í tiltekt og verið næstum búin!

Sem að þýðir að ég verð að eyða kvöldinu í það að taka til, og kannski eitthvað af morgundeginum